Þar sem markaðssetning

fer lengra en tunglið

Þar sem markaðssetning

fer lengra en tunglið

Þar sem markaðssetning

fer lengra en tunglið

Við gerum allt á milli Mars og Jarðar  🚀

META birtingar _markaðssetning

Stafrænar Birtingar

Stafræn markaðssetning er ekki bara

kostur – hún er lykillinn að því að ná árangri í nútíma viðskiptum.

Þessi vettvangur opnar dyr

að markhópnum þínum.

samfélagsmiðlar_markaðssetning

Samfélagsmiðlar

Sýnileiki á samfélagsmiðlum er lykilatriði fyrir hvaða fyrirtæki sem er! Við sjáum til þess að samfélagsmiðlar þínir haldist lifandi með því að birta reglulega efni sem fræðir,

gleður og selur. 


efnissköpun_markaðssetning

Markpóstar

Við stærum okkur af metnaðarfullu teymi sem brennur fyrir markpóstum sem standa uppúr og hafa sýnt frammá ótrúlegan árangur. 

vefsíðugerð_markaðssetning

Vefsíðugerð

Góð vefsíða getur skipt sköpum þegar viðskiptavinir eru að taka ákvarðanir, svo það er lykilatriði að hún sé vel hönnuð og notendavæn.

birtingaþjónusta_markaðssetning

Birtingaþjónusta

Sem alhliða auglýsingastofa viljum við skoða alla þá birtingar möguleika sem eru í boði.

Við vitum að stafrænir-, innlendir- og umhverfismiðlar geta verið frábærir bandamenn, sérstaklega þegar markmiðið

er að skapa sterka og samfellda tengingu

milli þessara heima.

efnissköpun_markaðssetning

Efnissköpun

Á MARS er frábært teymi grafískra hönnuða, framleiðslusnillinga og hreyfihönnuða sem hanna efni bæði fyrir hvaða miðil sem er.

Það kostar ekkert að forvitnast!

Við viljum endilega fá þig til okkar í spjall!

Stjarnfræðilega góðar umsagnir

TREFJAR

"...Teymið er skapandi og áreiðanlegt og hefur aukið sýnileika vörumerkis Trefja svo um munar!"

LANDSBJÖRG

"Flott þjónusta og verkefnin unnin fljótt og vel. Mæli algjörlega með!"

SLEIPNIR TOURS

"...Þau fara alltaf fram úr okkar væntingum"

Heima & Skipulag

"...Persónuleg og fagmannleg þjónusta. Hjá þeim er ekkert ómögulegt!"

La Belle Beauty

"...Ég er alltaf að fá hrós fyrir skemmtilegt content. Ég mæli hiklaust með þeim!"

Payday

"...Þau eru stappfull af hugmyndum og stöðugt með puttana á púlsinum. Við erum virkilega ánægð með þjónustuna..."

Hafnafjarðabær

"..Kunnum að meta sveigjanleika þeirra, skapandi hugsun, skilvirkni og flæði í samskiptum og aðgerðum!"

Button

Litli Gleðigjafinn

"Ég gef MARS fimm stjörnur og öll mín bestu meðmæli. Fagmannleg og góð samskipti."

Button

Fjallakofinn

"Það er gott að halda fast í hönd MARS! Þau hafa leitt okkur í gegnum skafla Samfélagsmiðlanna og sterkari eftir því sem lengra er haldið."

Button

LINDEX

"Það er frábært að vinna með MARS! Þau eru sveigjanleg, með gott viðmót og hluttekning gagnvart þeim viðfangsefnum sem við leitum til þeirra með einkennir okkar samstarf."

TREFJAR

"...Teymið er skapandi og áreiðanlegt og hefur aukið sýnileika vörumerkis Trefja svo um munar!"

FÓLKIÐ OKKAR

Okkur þykir einstaklega gaman í vinnunni - þú finnur það á metnaðinum!

Vefsíðuhönnun & markpóstar

Apríl Harpa

Apríl er seyðfirðingur sem hefur alltaf verið

með markaðssetningu á heilanum. Hún er

með vafasama þráhyggju fyrir því að mennta sig í öllu  og breytist því sérstaða hennar innan MARS á mánaðarlegum grunni.


Á stefnuskrá Apríl fyrir MARS er að setja

kuldaker á svalirnar á skrifstofunni og

flytja höfuðstöðvarnar til Madeira.


Netfang: april@marsmedia.is




  • Vinnan

    Apríl gerir næstum allt nema Google.


    Helsta ábyrgðin felst í þeim ýmsu flóknu verkefnum 

    sem fylgja því að vera í skemmtinefndinni.


  • Áhugamál

    Ferðalög, jóga, sjávarsport & mömmuhlutverkið 💕

Rekstrar- og gæðastjóri

Elsa Stefáns

Elsa er mamma okkar allra á MARS. Hún sér

til þess að það sé nostrað við okkur hin alla daga, hvort sem það varðar mat á vinnustaðnum, góðri vinnuaðstöðu, skemmtilegum viðburðum eða að sjá til

þess að við fáum borgað á réttum tíma -

og fyrir það erum við ævinlega þakklát.


Ástartungumál Elsu er vel skipulagt Excel skjal.


Netfang: elsa@marsmedia.is

  • Vinnan

    Mannauðs- og rekstrarstjóri. 


  • Áhugamál

    Stórir útsöludagar, pilates og ferðalög.

Viðskiptastjóri

Guðrún Kristín

Guðrún er helsti bakhjarl flestra íslenskra hlaðvapsþátta því það líður ekki stund þar sem konan er ekki með eitthvað misgáfulegt blaður í eyrunum. Guðrún er hornfirðskur Hafnfirðingur og stemningskona með meiru. Hún býr yfir ómældri ástríðu fyrir hönnun og markaðssetningu og er keppnisskapið hennar helsti drifkraftur.


Netfang: gudrun@marsmedia.is

  • Vinnan

    Útskrifuð með BA-gráðu í vörumerkjastjórnun 

    og markaðssetningu frá Árósum.


    Um þessar mundir er hún að leggja lokahönd á MSc. gráðu sína í markaðsfræðum við Háskóla Íslands.


    Á MARS er hún verkefna-og viðskiptastjórinn okkar, 

    ásamt því að sinna þessum klassísku stafrænum birtingum og markpóstum.


  • Áhugamál

    Guðrúnu finnst fátt betra en að stunda líkamsrækt með gott podcast, vinkonuhittingar, gæðastundir með fjölskyldunni og að hámhorfa heilalaust sjónvarp eins og Love Island.

ingvi einar
ingvi einar

Framkvæmdastjóri

Ingvi (með I-i, ekki Y)

Ef þú heyrir í Rammstein eða ACDC úti

á bílaplani MARS, þá veistu að Ingvi er

á staðnum. Ingvi er jákvæður ofurpabbi

og fundarboðskóngur sem elskar góðar veiðiferðir en lítið bitið á síðan 2019.


Netfang: ingvi@marsmedia.is

  • Vinnan

    CEO, COO og UFO.


  • Áhugamál

    Góðir one-liners, veiði og alvöru tónlist. 

Hönnuður

Karl Viðar

(aka. Carlzen)

Við vorum týnd í myrkrinu áður en Kalli

lenti á MARS. Kalli er uppteknasti maðurinn

á skrifstofunni, enda græjar hann allt sem við

hin kunnum ekki. Hann elskar gott techno og stundar crossfit að krafti (en samt ekki jafn

mikið og hinir á Mars halda).


Netfang: kalli@marsmedia.is

  • Vinnan

    Grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands & sér um 

    alla grafík á MARS.

  • Áhugamál

    Crossfit, festivöl og hádegismatur.

Birtingar

Ragnheiður Lilja

Við duttum svo sannarlega í lukkupottinn þegar Ragnheiður lenti á MARS. Hún er "female power"  í sinni bestu mynd: Yfirveguð, hlý, skapandi og instant bestie.


Þessi bjarta Vestur-Landeyjarknáta er hörkudugleg og vandræðalega skipulögð, en hefur þó alltaf tíma til þess að hlusta á tilfinningar og vandamál okkar hinna með opnum hug og öruggu rými.


Netfang: ragnheidur@marsmedia.is

  • Vinnan

    Stafrænar Birtingar og samfélagsmiðlar

  • Áhugamál

    Gott gossip, nýjustu tískustraumar og Asana

Sendu okkur línu!

Við erum spennt að vinna með þér.